Guðmundur Jóhannsson.

Guðmundur Jóhannsson.

Prentsmiðja Guðmundar Jóhannssonar

Reykjavík 1945–1981

Guðmundur Ágúst Jóhannsson (1899–1981) var fjölmenntaður bókagerðarmaður. Hann hóf nám í setningu í Félagsprentsmiðjunni, en fór til Kanada í miðju námi og lauk við námið í Lögbergsprentsmiðju í Winnipeg. Hann lærði síðan prentmyndagerð og var með meistarabréf í þeirri iðn. Guðmundur vann um tíma við prentun í Bandaríkjunum, m.a. í Chicago. Hann kom þá til Íslands og vann í tvö ár í Herbertsprenti en fór aftur út til Vesturheims og var þar í tvö ár.

Hann kom síðan heim og setti á stofn prentmyndagerð. Þá stofnaði hann Lithoprent með Einari Þorgrímssyni árið 1938, en þegar slitnaði upp úr þeirra samstarfi ári seinna fór Guðmundur að vinna í Eddu og síðan í Skálholtsprenti. Árið 1945 stofnaði hann sína eigin prentsmiðju sem hann nefndi Prentsmiðju Guðmundar Jóhannssonar og starfrækti hana til dánardægurs.