GuðjónÓ hf
Reykjavík 1955–1992
Prentsmiðja Guðjóns Ó. Guðjónssonar var smáprentsmiðja í Reykjavík, sem starfaði 1925–1927. Hún var síðan flutt til Vestmannaeyja en hluti hennar seldur. Eigandi hennar, Guðjón Ó. Guðjónsson (1901–1992) prentari, vann næstu árin í Ísafold og Herbertsprenti. Hann hóf bókaútgáfu 1921 og rak hana í rúm 50 ár. Guðjón stofnaði Prentstofu GuðjónÓ (síðar Prentsmiðju GuðjónÓ hf) 1955 og rak hana til 1985. Hrafnkell Ársælsson (1938–) var þar framkvæmdastjóri 1975–1985. Prentsmiðjan var síðan rekin áfram og Sigurður Nordal (1956–) tók við sem framkvæmdastjóri. Hann keypti Víkingsprent, Umslag og Prentsmiðjuna Viðey á árunum 1987–1990. Prentsmiðjan varð síðan gjaldþrota árið 1992, en þrír starfsmenn hennar stofnuðu þá prentsmiðjuna Hjá GuðjónÓ og starfar hún enn.