Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar
Hafnarfirði 1978–1989
Friðrik Jóelsson (1922–2013) prentari tók sveinspróf í prentun 1945. Hann stofnaði Prentsmiðju Friðriks Jóelssonar 1978 og rak hana að Reykjavíkurvegi 80 í Hafnarfirði fram til ársins 1989. Þá keypti Bókaútgáfan Iðunn (Jón Karlsson) prentsmiðjuna en hún var seld ári seinna til prentaranna Arnórs Guðmundssonar (1950–) og Guðbjarts Jónssonar (1944–2002) í Hafnarfirði sem stofnuðu prentsmiðjuna Prentbæ.