Sigurður Þ. Guðmundsson.

Sigurður Þ. Guðmundsson.

Prentsmiðja Austurlands

Seyðisfirði 1945-1950

Sigurður Þ. Guðmundsson (1899-1958) prentari vann í Prentsmiðju Austurlands á Seyðisfirði 1919-1934. Hann fluttist frá Seyðisfirði til Reykjavíkur það ár og vann um tíu ára skeið í Félagsprentsmiðjunni og Hólum. Árið 1944 fluttist hann svo aftur til Seyðisfjarðar og var þá stofnað hlutafélagið Prentsmiðja Austurlands, með nýjum vélum. Lárus Jóhannesson (1898-1977), alþingismaður Seyðfirðinga, var einn af stofnendum. Sigurður var þar forstjóri 1945-1950 en flutti þá prentsmiðjuna með sér til Reykjavíkur og var hún til húsa að Hverfisgötu 78 til ársins 1953 en var þá seld Félagsprentsmiðjunni.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021