Prentsmiðja Austurlands
Seyðisfirði 1945–1950
Sigurður Þ. Guðmundsson (1899–1958) prentari vann í Prentsmiðju Austurlands á Seyðisfirði 1919–1934. Hann fluttist til Reykjavíkur það ár og vann um tíu ára skeið í Félagsprentsmiðjunni og Hólum. Árið 1944 fluttist hann aftur til Seyðisfjarðar og var þá stofnað hlutafélagið Prentsmiðja Austurlands, með nýjum vélum. Lárus Jóhannesson (1898–1977), alþingismaður Seyðfirðinga, var einn af stofnendum. Sigurður var þar forstjóri 1945–1950 en flutti þá prentsmiðjuna með sér til Reykjavíkur og var hún til húsa að Hverfisgötu 78 til ársins 1953 en var þá seld Félagsprentsmiðjunni.