Prentmet Vesturlands
Akranesi 2006-
Prentmet í Reykjavík sem var stofnað árið 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur keypti Prentverk Akraness í desember á aldamótaárinu 2000. Guðmundur Ragnar tók þá við framkvæmdastjórastarfinu, en nafni prentsmiðjunnar var breytt í Prentmet Vesturlands árið 2006. Prentsmiðjustjóri nú er Þórður Elíasson (1951-) prentsmiður.
Prentmet Vesturlands fékk vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum 19. nóvember 2012.