Prentmet Suðurlands
Selfossi 2006-
Prentmet í Reykjavík keypti Prentsmiðju Suðurlands þann 1. ágúst árið 2006 og breyttist þá nafnið í Prentmet Suðurlands. Þar vinna níu starfsmenn og prentsmiðjustjóri er Örn Grétarsson (1951-). Í september árið 2011 hlaut Prentmet Suðurlands – Svansvottun – Norræna umhverfismerkisins.