Vilhjálmur Svan.

Vilhjálmur Svan.

Prentfell

Reykjavík 1947-1965

Prentsmiðjan Prentfell var stofnuð upp úr eignaskiptum í Hrappseyjarprenti árið 1947 en þar var Vilhjálmur Svan Jóhannsson (1907–1990) forstjóri.
Annar hlutinn hét Snorraprent og var sú prentsmiðja rekin til 1949, en hlutur Vilhjálms Svans hét Prentfell og rak hann þá prentsmiðju til 1965 að hún var seld til Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Allar þessar prentsmiðjur prentuðu eitthvað af bókum Íslendingasagnaútgáfunnar en þar var Vilhjálmur Svan hluthafi.
Prentfell var til húsa á heimili Vilhjálms á Hörpugötu 13–14 í Skerjafirði í Reykjavík.