Arnór K. Guðmundsson.

Arnór K. Guðmundsson.

Guðbjartur Á. Jónsson.

Guðbjartur Á. Jónsson.

Prentbær

Hafnarfirði 1990-1998

Arnór Kristinn Guðmundsson (1950-) bókbindari og prentari og Guðbjartur Ásgeirsson Jónsson (1944-2002) prentari stofnuðu Prentbæ 1990.
Þetta var áður Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar, sem var rekin í Hafnarfirði frá 1978-1989. Þá keypti Bókaútgáfan Iðunn (Jón Karlsson) prentsmiðjuna og rak hana í eitt ár, en þá var hún seld þeim félögum Arnóri og Guðbjarti og fékk nafnið Prentbær. Var hún til húsa að Dalshrauni 1 í fjögur ár, en síðan flutt í gamla Rafha-húsið við Lækjargötu og var rekin þar í önnur fjögur ár til ársins 1998.
Prentbær sameinaðist Prisma það ár og nefndist Prisma-Prentbær fram til ársins 2001, en varð þá gjaldþrota.