Einar Þorgrímsson.

Einar Þorgrímsson.

Guðmundur Jóhannsson.

Guðmundur Jóhannsson.

Jakob Hafstein.

Jakob Hafstein.

Þorgrímur Einarsson.

Þorgrímur Einarsson.

Lithoprent

Reykjavík 1938–1972

Einar Þorgrímsson (1896–1950) offsetprentari og Guðmundur Ágúst Jóhannsson (1899–1981) prentari stofnuðu Lithoprent í maí 1938. Þeir félagarnir höfðu kynnst í Bandaríkjunum þar sem þeir dvöldu um skeið, Einar við háskólanám en Guðmundur við prentun.

Þetta var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem notaði hina nýju tækni, offsetprentun, sem var að ryðja sér til rúms erlendis. Guðmundur var fagmaðurinn í fyrirtækinu en Einar var forstjórinn. Þeir áttu ekki skap saman svo leiðir þeirra skildu eftir tæpt ár, en Einar var forstjóri til dánardægurs 1950. Jakob Hafstein (1914–1982) var síðan framkvæmdastjóri frá 1951–1963, en á þeim árum var prentuð þar 2. útgáfa af Guðbrandsbiblíu sem var í sjálfu sér þrekvirki alveg eins og þegar biblían var prentuð á Hólum hjá Guðbrandi biskupi.

Síðasti forstjóri fyrirtækisins var Þorgrímur Einarsson (1920–2007), sonur Einars Þorgrímssonar, en Þorgrímur var fyrsti lærlingurinn í offsetprentun á Íslandi. Rekstri fyrirtækisins var hætt á árinu 1972 er það varð gjaldþrota.