Herbertsprent
Reykjavík 1929–1959
Herbert Sigmundsson (1883-1931) prentari stofnaði Herbertsprent 1929 og var það til húsa í Bankastræti 3, húsi sem faðir hans Sigmundur Guðmundsson prentari hafði byggt fyrir prentsmiðju sína árið 1880.
Eftir lát Herberts tók sonur hans Haukur við rekstri prentsmiðjunnar og var hann prentsmiðjustjóri frá 1931-1959. Hann gerðist síðan kaupsýslumaður.
Steinhús prentsmiðjunnar í Bankastræti hefur lengi verið eitt af kennileitum miðbæjar Reykjavíkur. Í auglýsingu í Tímariti iðnaðarmanna frá 1936, 5. tbl. stendur: Herbertsprent – Bankastræti 3 (næsta hús fyrir ofan Stjórnarráðið).