Guðbjartur Á. Jónsson.

Guðbjartur Á. Jónsson.

Þorsteinn Björnsson.

Þorsteinn Björnsson.

Hafnarprent

Hafnarfirði 1970-1978

Prentararnir Guðbjartur Á. Jónsson (1944–2002) og Þorsteinn Björnsson (1945–2011) stofnuðu prentsmiðjuna Hafnarprent í mars 1970. Sama ár eignaðist prentsmiðjan offsetprentvél og var þá til húsa í Rafhahúsinu í Hafnarfirði en flutti seinna að Dalshrauni 3.
Þorsteinn starfaði í Hafnarprenti þar til í ágúst árið 1972, en fór þá í Prentsmiðjuna Skuggsjá.

Þá starfaði þar með Guðbjarti um tíma í Hafnarprenti Jóhann Guðmundsson (1944–2002) offsetprentari. Hafnarprent flutti síðar á Reykjavíkurveg og sameinaðist fyrirtækinu Prisma sem keypti prentsmiðjuna 1978 og var öll starfsemi beggja fyrirtækjanna flutt þangað á fjórðu hæð.