Eymundur Magnússon.

Eymundur Magnússon.

Trausti Jóhannesson.

Trausti Jóhannesson.

Þór I. Erlingsson.

Þór I. Erlingsson.

Marteinn Þór Viggósson.

Marteinn Þór Viggósson.

Grafík

Reykjavík 1967–1989 og Kópavogi 1997–2002

Prentsmiðjan Grafík var stofnuð í júlí 1967. Stofnendur voru: Eymundur Magnússon (1913–2009) prentmyndasmiður, Trausti Jóhannesson (1938–2018) prentari, Þór I. Erlingsson (1940–) offsetprentari og Marteinn Þór Viggósson (1934–) prentsmiður.

Trausti var prentsmiðjustjóri til 1982 og Eymundur hætti líka það ár. Árið 1989 keypti G. Ben prentstofa Prentsmiðjuna Grafík og var þá hætt að nota nafnið um tíma. G. Ben prentstofa sameinaðist síðan Prentsmiðjunni Eddu 1994 og varð G. Ben- Edda. Prentsmiðjan Oddi keypti það fyrirtæki sama ár, en nafnið Grafík var tekið upp aftur 1997. Grafík tók yfir Skákprent 1998. Árið 2000 keypti Grafík í Kópavogi Offsetþjónustuna í Faxafeni og var Grafík nú rekin á tveimur stöðum. Grafík og Steindórsprent-Gutenberg voru sameinuð undir nafni Gutenberg árið 2002.