Letur s/f
Reykjavík 1956–1990
Sigurjón Þorbergsson (1934–) stofnaði ásamt fleirum fjölritunarstofuna Letur s/f 1956. Starfsemi fjölritunarstofa á þessum tíma byggðist á stensilfjölritun, en seinna fengu þær offsetfjölritunarvélar. Letur var mjög vinsæl fjölritunarstofa meðal ungskálda á áttunda og níunda áratugnum og var meirihluti ljóðabóka gefin út á þennan hátt á þessum tíma. Letur var til húsa á ýmsum stöðum, m.a. á Grettisgötu og lengi á Hverfisgötu 50. Eitt stærsta verkefnið sem Letur prentaði var skattskráin og hefur Sigurjón unnið það verk allt frá árinu 1960 og til dagsins í dag eða meira en hálfa öld.