Fjölritunarstofa Pjeturs G. Guðmundssonar
Reykjavík 1927–1947
Pjetur G. Guðmundsson (1879-1947) rak fjölritunarstofuna fyrst heima hjá sér á Fjólugötu 25, en síðan að Lækjargötu 6a. Pjetur var bókbindari að iðn og einn ötulasti forystumaður verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi. Hann stóð að stofnun Dagsbrúnar og Bókbindarafélagsins, sem var stofnað 1906 á heimili hans að Laugavegi 18 og hann var formaður þess í nokkur ár. Hann sat einnig í stjórn Alþýðusambands Íslands um skeið og var þar ritari.
Pjetur G. Guðmundsson var faðir Þorsteins Péturssonar sem vann lengi hjá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík.