Prentsmiðjan Acta
Reykjavík 1919–1936
Guðbjörn Guðmundsson (1894-1983) prentari var einn af stofnendum Prentsmiðjunnar Acta. Fór utan árið 1919 til að kaupa vélar og áhöld til prentsmiðjunnar og var svo prentsmiðjustjóri þar frá 1919 til 1936. Guðbjörn starfaði mikið að félagsmálum prentara og var m.a. formaður Byggingasamvinnufélags prentara frá stofnun 1944-1958. Var heiðursfélagi HÍP og seinna FBM eftir að það var stofnað. Jón Þórðarson (1890-1982) prentari var líka einn af stofnendum Acta og gegndi þar setjara- og gjaldkerastörfum.