Þorvarður Þorvarðsson.

Þorvarður Þorvarðsson.

Prentsmiðja Reykjavíkur

Reykjavík 1902-1904

Þorvarður Þorvarðsson (1869-1936) prentari stofnaði þessa prentsmiðju 1902. Hún var stundum nefnd „Reykjavíkurprentsmiðja“ eftir samnefndu blaði sem Þorvarður byrjaði að gefa út um aldamótin og var það þá prentað í Aldar-prentsmiðju. Hann seldi síðan blaðið til kaupmanna í Reykjavík og Jón Ólafsson gerðist ritstjóri þess.
Þorvarður var fyrsti formaður Hins íslenska prentarafélags 1897-1898. Árið 1904 seldi hann prentsmiðju sína til nýs hlutafélags sem hann stofnaði ásamt fleiri prenturum en það hlaut nafnið Hlutafélagið Gutenberg. Þorvarður Þorvarðsson var tengdafaðir Einars Olgeirssonar alþingismanns.