Arnór K. Guðmundsson.

Arnór K. Guðmundsson.

Guðbjartur Á. Jónsson.

Guðbjartur Á. Jónsson.

Prentbær

Hafnarfirði 1990–1998

Arnór Kristinn Guðmundsson (1950–) bókbindari og prentari og Guðbjartur Ásgeirsson Jónsson (1944–2002) prentari stofnuðu Prentbæ 1990.
Þetta var áður Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar, sem var rekin í Hafnarfirði frá 1978–1989. Þá keypti Bókaútgáfan Iðunn (Jón Karlsson) prentsmiðjuna og rak hana í eitt ár, en þá var hún seld þeim félögum Arnóri og Guðbjarti og fékk nafnið Prentbær. Var hún til húsa að Dalshrauni 1 í fjögur ár, en síðan flutt í gamla Rafha-húsið við Lækjargötu og var rekin þar í önnur fjögur ár til ársins 1998.
Prentbær sameinaðist Prisma það ár og nefndist Prisma-Prentbær fram til ársins 2001, en varð þá gjaldþrota.