Formprent
Reykjavík 1970-
Kristinn Ingvar Jónsson (1940-) prentari og prentsmiðjustjóri nam prentun í Félagsprentsmiðjunni 1957-1961 og vann þar síðan til 1966. Var í Plastprenti til 1970 en stofnaði þá prentsmiðjuna Formprent og hefur rekið hana síðan. Hún er til húsa að Hverfisgötu 78 í Reykjavík.