Jónas  Tómasson.

Jónas Tómasson.

Sigurður Jónsson.

Sigurður Jónsson.

Prentstofan Ísrún

Ísafirði 1933–1990

ónas Tómasson (1881–1967) tónskáld keypti Prentsmiðju Vesturlands og Njarðarprentsmiðjuna 1933 og stofnaði Prentstofuna Ísrúnu og var forstjóri hennar til 1948. Magnús Ólafsson (1875–1967) prentari var prentsmiðjustjóri í Ísrúnu 1934–1950. Sigurður Jónsson (1919–2012) prentari, sem hóf þar nám í prentun 1938, tók við af Magnúsi og var prentsmiðjustjóri árin 1950–1986. Í Prentstofunni Ísrúnu var Bárður Guðmundsson (1871–1952) bókbandsmeistari og þar lærði bókband Engilbert Ingvarsson (1927–) bóndi að Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd, nú á Hólmavík.