Prentsmiðjan Viðey
Reykjavík 1933-1990
Prentararnir Bjarni J. Jóhannesson (1877-1951) og Guðmundur Gunnlaugsson (1882-1968) stofnuðu Prentsmiðjuna Viðey 1. október 1933. Guðmundur seldi Bjarna sinn hlut 1936, en Bjarni rak hana áfram til æviloka 1951. Þá tóku við rekstrinum Runólfur (1908-1973), sonur hans og tengdasonur Guðmundur Á. Jónsson (1904-1978).
Þeir starfræktu prentsmiðjuna til 1961, en þá keypti hana Þráinn Þórhallsson (1931-) prentari og rak hana í 10 ár á sama stað og hún hafði verið, að Túngötu 5 í Reykjavík. Þráinn byggði síðan hús að Þverholti 15 og rak prentsmiðjuna þar til 1990 en þá var hún sameinuð Prentsmiðju GuðjónÓ hf að Þverholti 13.