Kristján Hans Jónsson.

Kristján Hans Jónsson.

Prentsmiðja Vestra

Ísafirði 1901-1918

Prentsmiðja Vestfirðinga starfaði á Ísafirði 1901-1918 og var hún einnig oft nefnd Prentsmiðja Vestra, en Vestri var blað sem var gefið út á sömu árum. Blaðið flutti fréttir, greinar um stjórnmál, sögur og ljóð.
Ritstjóri var Kristján Hans Jónsson (1875-1913). Hann var prentari og lærði prentun bæði hjá Stefáni Runólfssyni (1863-1936) á Ísafirði og Lárusi Halldórssyni (1875-1918) í Aldarprentsmiðju í Reykjavík.
Kristján fékkst við margt um ævina og gaf talsvert út af bókum. Hann flutti aftur til Ísafjarðar og tók við forstöðu Prentsmiðju Vestfirðinga og um leið ritstjórn Vestra. Hann keypti síðan hvort tveggja, prentsmiðjuna og blaðið, og rak sjálfur til ársins 1911.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021