Skúli Thoroddsen.

Skúli Thoroddsen.

Jón Baldvinsson.

Jón Baldvinsson.

Prentsmiðja Þjóðviljans

Bessastöðum 1901–1915

Þegar Skúli Thoroddsen hafði gefið út Þjóðviljann unga og Þjóðviljann í 15 ár vestur á Ísafirði flutti hann til Bessastaða 1899 og hóf þar búskap. Hann lét reisa nýtt prenthús á Bessastöðum og það var byrjað að prenta Þjóðviljann þar 11. júlí 1901. Skúli hafði úrvalsmenn í prentsmiðju sinni og má þar nefna Jón Baldvinsson (1882–1938) verkalýðsfrömuð, þingmann og ráðherra.

Það sem var sérstaklega eftirtektarvert í útgáfu prentsmiðjunnar var letrið sem hún hafði yfir að ráða. Það var ekki ósvipað letrinu í Prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar sem áður er getið og talið var marka tímamót. Prentsmiðja Skúla var síðan seld Félagsprentsmiðjunni 1916 skömmu áður en hann lést. Talið er að á Bessastöðum hafi verið prentaðir 48 prentgripir, þar af um tíu rímur og voru fimm þeirra eftir Sigurð Breiðfjörð (1798–1846) skáld.