Sveinn Oddsson.

Sveinn Oddsson.

Gunnar Sigurðsson.

Gunnar Sigurðsson.

Prentsmiðja Sveins Oddssonar

Reykjavík 1914-1915

Sveinn Oddsson (1883-1959) prentari fór vestur um haf 1903 og vann þar við prentun í um áratug. Hann kom heim aftur 1913 og keypti þá stuttu seinna (1914), ásamt Gunnari Sigurðssyni (1888-1962) lögfræðingi frá Selalæk, prentsmiðju Davíðs Östlunds. Rak Sveinn hana um tíma en hvarf aftur vestur um haf í maí 1915. Prentsmiðjan var þá seld Þorkeli Þ. Clementz vélfræðingi. Það bar til nýlundu þegar Sveinn kom frá Bandaríkjunum að hann hafði með sér bifreið, sem var sú fyrsta hér á landi sem var nothæf til flutninga. Hafði hann fastar ferðir austur fyrir fjall.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021