Oddur Björnsson.

Oddur Björnsson.

Einar Hjörleifsson.

Einar Hjörleifsson.

Prentsmiðja Norðurlands

Akureyri 1901-1903

Oddur Björnsson (1865-1945) prentari og prentsmiðjustjóri kom með nýja prentsmiðju frá Danmörku til Akureyrar árið 1901. Sama árið var byrjað að gefa þar út blaðið Norðurland og Einar (Kvaran) Hjörleifsson (1859-1938), skáld og rithöfundur, var ráðinn ritstjóri þess.
Árið 1904 var nafni prentsmiðjunnar breytt í Prentsmiðju Odds Björnssonar, en prentun blaðsins hélt þar áfram til 1920 er það hætti að koma út. Einar hætti sem ritstjóri 1904 og í stað hans var ráðinn bróðir hans, Sigurður Hjörleifsson (1862-1936) læknir, og var hann ritstjóri til 1912 og síðan Jón Stefánsson til 1920.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021