Prentsmiðja Guðjóns Guðjónssonar

Reykjavík 1925–1926

Guðjón Ó. Guðjónsson (1901–1992) nam prentun í Ísafoldarprentsmiðju, og vann þar að námi loknu til 1925. Þá festi hann kaup á gamalli prentsmiðju, sem verið hafði í geymslu í nokkur ár (líklega í Reykjavík) og setti hana upp að Laufásvegi 15. Guðjón jók tækjabúnað hennar verulega og var byrjað að prenta í henni í febrúar 1926.

Þetta var gamla Aldar-prentsmiðja Jóns Ólafssonar ritstjóra, sem seinna var Prentsmiðja Suðurlands á Eyrarbakka, en síðast hafði blaðið Þjóðólfur verið prentað í henni, í Landsbankahúsinu á Selfossi í janúar 1920.