Guðjón Ó. Guðjónsson.

Guðjón Ó. Guðjónsson.

Prentsmiðja GuðjónÓ hf

Reykjavík 1955-1992

Prentsmiðja Guðjóns Ó. Guðjónssonar var smáprentsmiðja í Reykjavík, sem starfaði 1925-1927. Hún var síðan flutt til Vestmannaeyja en hluti hennar seldur. Eigandi hennar, Guðjón Ó. Guðjónsson (1901-1992) prentari, vann næstu árin í Ísafold og Herbertsprenti. Hann hóf bókaútgáfu 1921 og rak hana í rúm 50 ár. Guðjón stofnaði Prentstofu GuðjónÓ (síðar Prentsmiðju GuðjónÓ hf) 1955 og rak hana til 1985. Hrafnkell Ársælsson (1938-) var þar framkvæmdastjóri 1975-1985. Prentsmiðjan var síðan rekin áfram og Sigurður Nordal (1956-) tók við sem framkvæmdastjóri. Hann keypti Víkingsprent, Umslag og Prentsmiðjuna Viðey á árunum 1987-1990.
Prentsmiðjan varð síðan gjaldþrota árið 1992, en þrír starfsmenn hennar stofnuðu þá prentsmiðjuna Hjá GuðjónÓ og starfar hún enn.