Árni Valdemarsson.

Árni Valdemarsson.

Þorgeir Logi Árnason.

Þorgeir Logi Árnason.

Haraldur Árnason.

Haraldur Árnason.

Prentsmiðja Árna Valdemarssonar

Reykjavík 1961-1994

Árni Kristinn Valdemarsson (1923-1969) lærði prentun í Ísafoldarprentsmiðju 1941-1945. Hann fór þá í framhaldsnám til Kaupmannahafnar og nam við Den Grafiske Højskole 1946.
Árni vann síðan í Ísafoldarprentsmiðju sem vélsetjari, en var síðar verkstjóri þar í setjarasal til 1961. Hann stofnaði þá 17. nóvember það ár eigin prentsmiðju í bílskúr á horni Njarðargötu og Laufásvegar.
Starfsmenn voru fyrst aðeins tveir, Árni og eiginkona hans Hallfríður Bjarnadóttir (1922-). Prentsmiðjan var síðan flutt í Brautarholt 16 og þar var hún rekin um árabil.
Árni lést 1969 en ekkja hans og börn þeirra hjóna störfuðu áfram hjá fyrirtækinu. Þau voru: Þorgeir Logi (1946-1997) prentari, framkvæmdastjóri, Haraldur (1948-) cand graph., Ingibjörg (1951-2008) bókagerðarmaður og bókari. Prentsmiðjan sameinaðist Steindórsprent-Gutenberg 1994.

Allur réttur áskilinn © Prentsögusetur 2016 – 2021