Guðjón E. Long.

Guðjón E. Long.

Georg Guðjónsson.

Georg Guðjónsson.

Litlaprent

Kópavogi 1964-

Guðjón Einarsson Long (1905-2003) stofnaði Litlaprent þann 21. janúar 1964. Prentsmiðjan, sem var með eina trukkprentvél, var staðsett í sumarbústað á Digraneshæð í Kópavogi.
Árið 1973 var prentsmiðjan efld og gerð að hlutafélagi og Georg (1947-) prentari, sonur Guðjóns, kom inn í reksturinn og ári seinna var flutt í nýtt húsnæði að Auðbrekku 48 og offsetprentvél keypt.
Enn var flutt í nýtt húsnæði árið 1985 að Nýbýlavegi 26 og vélakostur aukinn. Árið 1999 var síðan keypt húsnæði að Skemmuvegi 4 og fjárfest í nýjum og öflugum tækjum. Bætt við húsnæði og vélum jafnt og þétt og nú er Litlaprent í 1.500 fm húsnæði og státar af nýjum og fullkomnum tækjakosti.
Rekstur og eignarhald hefur alla tíð verið í höndum sömu fjölskyldu. Í dag sér Georg Guðjónsson um reksturinn ásamt sonum sínum tveim, Birgi Má og Helga Val.