Kristinn Sigurjónsson.

Kristinn Sigurjónsson.

Rafn Hafnfjörð.

Rafn Hafnfjörð.

Litbrá

Reykjavík 1954–2005

Stofnendur voru tveir ungir menn sem höfðu lært í Lithoprenti, annar var Kristinn Sigurjónsson (1923–1993) offsetljósmyndari, sá fyrsti hér á landi og hinn Rafn Hafnfjörð (1928–2011) offsetprentari. Þriðji stofnandinn var Eymundur Magnússon (1913–2009) prentmyndasmiður. Þeir byrjuðu á Nýlendugötu 14 en fluttu í eigið húsnæði 1963, Höfðatún 12, þar sem þeir byggðu með Gunnari Einarssyni sem átti prentsmiðjuna og bókaútgáfuna Leiftur.

Kristinn og Rafn keyptu hlut Eymundar 1960, en Rafn keypti hlut Kristins 1979 og rak hann fyrirtækið einn til ársins 2005.