Kristján J. Agnarsson.

Kristján J. Agnarsson.

Leifur Agnarsson.

Kassagerð Reykjavíkur

Reykjavík 1932–2001

Kassagerð Reykjavíkur var stofnuð árið 1932 og var fyrsta umbúðafyrirtækið á Íslandi. Stofnendur voru trésmiðirnir Kristján Jóhann Kristjánsson (1893–1969) og Vilhjálmur Bjarnason, en seinna urðu afkomendur Kristjáns eigendur þess. Agnar (1925–1988) sonur hans var lengi forstjóri og síðan synir hans Leifur (1948–2001) og Kristján Jóhann (1946–2002). Gunnar Árnason (1912–1983) var tæknilegur framkvæmdastjóri um skeið en hann kom inn í fyrirtækið með litla öskjugerð sem hét Askja sem hann átti ásamt fleirum.

Kassagerð Reykjavíkur var fyrst til húsa á horni Vitastígs og Skúlagötu en flutti seinna inn á Kleppsveg. Kassagerð Reykjavíkur og Umbúðamiðstöðin sameinuðust árið 2000 undir nafninu Kassagerðin hf. en Prentsmiðjan Oddi eignaðist síðan Kassagerðina að fullu árið 2001.