Heimir B. Jóhannsson.

Heimir B. Jóhannsson.

Bókamiðstöðin

Reykjavík 1964-1990

Heimir Brynjúlfur Jóhannsson (1930-) prentari stofnaði prentsmiðju og bókaútgáfu 1964 sem hann nefndi Bókamiðstöðina. Hann rak prentsmiðjuna til 1990 en var með bókaútgáfuna áfram og litla fornbókasölu sem hann rekur í húsnæði prentsmiðjunnar að Laugavegi 29. Bókamiðstöðin er líklega eina blýprentsmiðjan sem enn er varðveitt á Stór-Reykjavíkursvæðinu í dag.