Baldur M. Stefánsson.

Baldur M. Stefánsson.

Egill B. Baldursson.

Egill B. Baldursson.

Steinholt

Reykjavík 1974–

Baldur Magnús Stefánsson (1928–) prentsetjari stofnaði prentsmiðjuna Steinholt árið 1974 og rak hana til 2003 að Ármúla 42 í Reykjavík. Var þá prentun aflögð en Egill Brynjar Baldursson (1957–) setjari, sonur Baldurs, hélt áfram við setningu og umbrot undir nafni Steinholts, að Melgerði 1 í Reykjavík.
Baldur lærði prentun í Hólum og tók sveinspróf 1950. Hann vann síðan í Eddu til 1966, en fór þá til Kaupmannahafnar og starfaði þar sem vélsetjari í 1 ár. Kom þá heim og vann í Lithoprenti í 1 og ½ ár, en fór síðan að vinna í Prenthúsi Hafsteins Guðmundssonar til 1974 að hann stofnaði sína eigin prentsmiðju, Steinholt.