Jakob V. Hafstein.

Jakob V. Hafstein.

Þórður Rafnar Jónsson.

Þórður Rafnar Jónsson.

Trausti Finnbogason.

Trausti Finnbogason.

Hlöðver Oddsson.

Hlöðver Oddsson.

Solnaprent

Reykjavík 1963–1998

Jakob V. Hafstein (1914–1982) stofnaði Solnaprent árið 1963. Fyrirtækið var nefnt eftir gamalli prentvél, sem hafði verksmiðjuheitið Solna og var frá borginni Solna í Svíþjóð.

Prentsmiðjan var til húsa á Kirkjusandi í Laugarnesi. Tveir offsetprentarar, Þórður Rafnar Jónsson (1932–2019) og Trausti Finnbogason (1939–2010) unnu þar frá byrjun en keyptu prentsmiðjuna 1977 og ráku hana saman til ársins 1992.

Þá seldi Þórður sinn hlut Hlöðveri Oddssyni (1943–2017) offsetprentara og ráku þá Hlöðver og Trausti prentsmiðjuna til ársins 1998 þar til þeir seldu húsnæðið og allar vélarnar til Magnúsar Ólafssonar (1946–) prentara í Prentkó.