Hafsteinn Guðmundsson.

Hafsteinn Guðmundsson.

Prentsmiðjan Hólar

Reykjavík og Seltjarnarnesi 1942–1986

Prentsmiðjan Hólar var upphaflega stofnuð árið 1942 af fjölmennu hlutafélagi fyrir forgöngu Kristins E. Andréssonar (1901–1973) og var prentsmiðjan þá hluti af bókmenntafélaginu Máli og menningu. Fyrirtækið var til húsa að Óðinsgötu 13.

Hafsteinn Guðmundsson (1912–1999) var ráðinn prentsmiðjustjóri fyrir tilstuðlan Stefáns Ögmundssonar prentara, en þeir höfðu unnið saman í Ísafold. Hólabókbandið var stofnað fjórum árum síðar árið 1946. Ári seinna var byggt hús yfir starfsemina að Þingholtsstræti 27, en Hafsteinn lét af störfum fyrir félagið 1967 og stofnaði þá Prenthús Hafsteins Guðmundssonar að Bygggarði á Seltjarnarnesi. Þegar sú prentsmiðja var lögð niður 1973 var Prentsmiðjan Hólar flutt þangað ásamt bókbandinu og var fyrirtækið rekið í Bygggarði til ársins 1986 er það varð gjaldþrota.