Davíð Östlund.

Davíð Östlund.

Þorsteinn Gíslason.

Þorsteinn Gíslason.

Prentsmiðja Seyðisfjarðar

Seyðisfirði 1901–1904

Davíð Östlund (1870–1931) prentari og trúboði flutti frá Reykjavík til Seyðisfjarðar árið 1901 og keypti Prentsmiðju Bjarka sem prentaði samnefnt blað. Þorsteinn Gíslason (1867–1938) skáld tók við ritstjórn blaðsins í nóvember 1901 af Þorsteini Erlingssyni skáldi. Davíð Östlund breytti nafni prentsmiðjunnar í Prentsmiðju Seyðisfjarðar við kaupin en upphaflega var þetta Prentsmiðja Skuldar sem Jón Ólafsson keypti til Eskifjarðar 1877. Frækorn sem Davíð gaf út var áður prentað í Aldar-prentsmiðju en síðan í Prentsmiðju Seyðisfjarðar 1903–1904 og loks í Prentsmiðju Frækorna.