Jón Helgason.

Jón Helgason.

Prentsmiðja Ljósberans

Reykjavík 1925–1928

Jón Helgason prentari kom áður við sögu þegar hann flutti með Prentsmiðju Hafnarfjarðar til Eyrarbakka og kom þar á fót Prentsmiðju Suðurlands ásamt fleirum. Þar byrjaði hann að gefa út Heimilisblaðið sem kom út samfellt í 70 ár. Jón flutti fljótlega til Reykjavíkur aftur og vann í Félagsprentsmiðjunni og Gutenberg þar sem Heimilisblaðið var prentað um tíma. Hann stofnaði síðan barnablaðið Ljósberann 1921 og var það prentað fyrsta árið í Gutenberg en svo í Prentsmiðjunni Acta. Þá urðu straumhvörf í lífi Jóns og hann stofnaði Prentsmiðju Ljósberans 1925 og voru þá bæði blöðin prentuð þar eftir það. Þessu nafni hélt prentsmiðjan til ársins 1928 að nafninu var breytt í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Er nánar sagt frá henni síðar.