Óskar Sampsted.

Óskar Sampsted.

Edward G. Oliversson.

Edward G. Oliversson.

Björn H. Björnsson.

Björn H. Björnsson.

Prentberg

Kópavogi 1980–2000

Félagarnir og prentararnir Óskar Gunnar Sampsted (1930–2012), Edvard Gísli Oliversson (1934–) og Björn Helgi Björnsson (1932–2016) stofnuðu prentsmiðjuna Prentberg í Kópavogi þann 1. mars 1980. Þeir höfðu allir lært prentun á svipuðum tíma í Ísafoldarprentsmiðju og unnu svo saman hjá Arnbirni Kristinssyni í Setbergi í Reykjavík lengst af þess starfstíma. Þegar Arnbjörn hætti keyptu þeir mestan hluta af vélunum frá honum til hinnar nýju prentsmiðju sinnar. Óskar starfaði þar sem prentari og framkvæmdastjóri. Björn starfaði sem prentari, en Edvard var setjari.

Prentberg var síðasta prentsmiðjan á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem hægt var að fá prentað bæði með nýju (offset) og gömlu aðferðinni (blýprentun) allt fram að síðustu aldamótum. Prentsmiðjan hætti árið 2000 og þá voru vélarnar seldar til Prentmets.