Sverrir D. Hauksson.

Sverrir D. Hauksson.

G. Ben-Edda prentstofa

Kópavogi 1994–1997

Prentstofa G. Ben og Prentsmiðjan Edda sameinuðust 26. ágúst 1994. Samband íslenskra samvinnufélaga sem átti nær alla prentsmiðjuna Eddu, seldi hlut sinn og með sameiningunni varð til prentsmiðja sem fékk nafnið G. Ben-Edda prentstofa hf. Hluthafar voru 18 talsins, en starfsstöð fyrirtækisins var að Smiðjuvegi 3 í Kópavogi þar sem Prentsmiðjan Edda hafði verið til húsa áður.

Jón Steingrímsson var ráðinn framkvæmdastjóri en Sverrir D. Hauksson (1955–) prentsmiðjustjóri. Nokkrum mánuðum síðar eða í nóvember 1994 keypti svo Prentsmiðjan Oddi, G. Ben-Eddu prentstofu og var hún rekin áfram sem sérstakt fyrirtæki, en nafninu var breytt í Grafík árið 1997.