Aðalfundur 2017

Aðalfundur Prentsöguseturs var haldinn 18. mars sl. í matsal Grafíu að Stórhöfða 31.
Á dagskránni voru lögbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, lagabreytingar, kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.

Sæmundur Árnason var kjörinn fundarstjóri og Þóra Elfa Björnsson fundarritari.

Í skýrslu stjórnarinnar kom m.a. fram að stjórnin á í viðræðum við yfirmenn eigna- og umsýslusviðs Reykjavíkurborgar um hugsanlegt geymslupláss fyrir þau tæki sem eru í eigu setursins. Skýrslan er birt í heild sinni hér á fréttasvæðinu.

Á fundinum gerðu þær Katrín Jónsdóttir og Málfríður Finnbogadóttir grein fyrir umræðum í Hugmyndafræðihópnum sem svo hefur verið kallaður. Þær gerðu það á skemmtilegan hátt með myndskreyttum samtalsþætti í stað venjulegrar ræðu.

Sérstakur gestur fundarins var Svavar Gestsson, fyrrum blaðamaður, ritstjóri, þingmaður, ráðherra og sendiherra. Hann lýsti á skemmtilegan hátt kynnum sínum og samskiptum,– og samstarfi – við starfsmenn Prentsmiðju Þjóðviljans í gamla daga. Sýndi meðal annars þróun í vinnslu blaðsins með dæmum.

Stjórnarkjörið fór svo að fráfarandi stjórn var endurkjörin:
Haukur Már Haraldsson, formaður. Kosinn sérstaklega.
Heimir Br. Jóhannsson, varaformaður.
Þóra Elfa Björnsson, ritari.
Svanur Jóhannesson, gjaldkeri.
Þórleifur V. Friðriksson, meðstjórnandi.
Bjargey Gígja Gísladóttir, varastjórn.
Baldvin Heimisson, varastjórn.

Félagslegir endurskoðendur voru kosnir Ólafur Stolzenwald og Simon Knight.